Max 1
Max 1

Íþróttir

Markalaus nágrannaslagur á Ljósanótt
Njarðvík fékk gullið tækifæri til að tryggja sér sigur í uppbótartíma þegar Oumar Diouck tók aukaspyrnu rétt fyrir utan teig Keflavíkur en skot hans fór langt yfir. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 7. september 2024 kl. 19:49

Markalaus nágrannaslagur á Ljósanótt

Það blés hressilega þegar Ljósanæturleikur Njarðvíkur og Keflavíkur var háður í dag í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Frábær mæting var á Rafholtsvöllinn en nágrannaslagurinn náði aldrei neinum hæðum og endaði í markalaust jafntefli. Leikurinn var báðum liðum gríðarlega mikilvægur í baráttu efstu liða en umferðin klárast á morgun.

Keflvíkingar féllu úr Bestu deild kvenna eftir að hafa náð þriggja marka forystu í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni en leiknum lauk með 4:4 jafntefli. Úrslit leiksins höfðu ekki áhrif á fallið þar sem Tindastóll tryggði sér áframhaldandi veru með 3:0 sigri á Fylki.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Víðismenn þurfa aðeins eitt stig úr lokaumferð þriðju deildar eftir góðan sigur á Magna í dag.

Hafnamenn tryggðu sér sæti í fjórðu deild að ári eftir 3:0 sigur á Mídas í seinni leik liðanna í úrslitakeppni fimmtu deildar og mæta Álftanesi í úrslitum um deildarmeistaratitilinn.

Njarðvík - Keflavík 0:0

Það var hart tekist á í leiknum og barátta leikmanna var til staðar en hvorugt liðið þorði að áhættu enda mikið í húfi.
Símon Logi Thasapong var nálægt því að koma heimamönnum yfir snemma leiks en Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflvíkinga, kom í veg fyrir það með glæsilegri markvörslu.

Keflavík - Stjarnan 4:4

Melanie Claire Rendeiro skoraði þrjú fyrstu mörk Keflvíkinga og Marín Rún Guðmundsdóttir það fjórða. Hér skorar Rendeiro fyrsta markið.

Víðir - Magni 2:0

Mörk: Ísak John Ævarsson (13') og Markús Máni Jónsson (74').


Mídas - Hafnir 0:3

Mörk: Kristófer Orri Magnússon (9'), Reynir Aðalbjörn Ágústsson (44') og Sigurbergur Bjarnason (60').


Nánari umfjöllun birtist síðar.