Íþróttir

Magnað tímabil hjá Elvari Má
Elvar Már Friðriksson má vera sáttur við sjálfan sig – hann hefur heldur betur unnið fyrir því. Mynd af Facebook-síðu Siauliai
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 17. maí 2021 kl. 11:44

Magnað tímabil hjá Elvari Má

Leikmaður ársins í litháensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson átti hreint magnað tímabil með Siauliai í litháensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í vetur og fyrir vikið var hann valinn leikmaður deildarinnar í ár (Most Valuable Player).

Elvar Már var algerlega langbesti maðurinn í liði Siauliai í ár sem endaði í sjöunda sæti litháensku deildarinnar. Nú er úrslitakeppni deildarinnar að hefjast og í átta liða úrslitum mæta Elvar og félagar í Siauliai liði Rytas sem endaði í öðru sæti. Fyrsti leikur liðanna fer fram á fimmtudagskvöld.

Það er ljóst að frammistaða Elvars hefur vakið athygli margra og verður áhugavert að sjá hvort Njarðvíkingurinn færi sig um set fyrir næsta tímabil ... og þá hvert hanni fari.

Elvar Már var í stuttu viðtali við Víkurfréttir fyrr á árinu en viðtalið má sjá með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan – þá má sjá skemmtilega samantakt af snilldartilþrifum Elvars Más frá tímabilinu í spilaranum neðst í fréttinni. Miðað við taktana gæti Harlem Globetrotters jafnvel verið næsta stopp hjá Elvari.