Public deli
Public deli

Íþróttir

Keflvíkingar einir í 2. sæti Domino's deildar
Hart barist í leiknum. VF-myndir/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. janúar 2020 kl. 22:43

Keflvíkingar einir í 2. sæti Domino's deildar

Keflvíkingar byrja nýtt ár vel í körfunni en þeir unnu góðan sigur á Tindastóli í Domino’s deildinni í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 95-84 og Keflvíkingar eru í 2. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir Stjörnunni.

Það var jafnt á með liðunum í fyrri hálfleik 47-47 en heimamenn hreinlega völtuðu yfir Stólana í þriðja leikhluta og unnu hann 31-13 og það bil náðu gestirnir ekki að brúa í síðasta leikhlutanum þó þeir næðu að minnka muninn niður í 11 stig.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar léku vel gegn sterku liði Tindastóls. Fjórði útlendingurinn bættist í liðshópinn í Callum Lawson og sýndi hann ágæta spretti og skoraði 8 stig. Milka og Khalil voru bestir í liðinu en Hörður Axel hélt utan um leikinn mjög vel og skoraði einnig 12 stig.

Keflavík-Tindastóll 95-84 (26-28, 21-19, 31-13, 17-24)

Keflavík: Dominykas Milka 27/11 fráköst, Khalil Ullah Ahmad 27/8 fráköst/5 stoðsendingar, Deane Williams 13/6 fráköst/3 varin skot, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/5 fráköst/12 stoðsendingar, Callum Reese Lawson 8, Guðmundur Jónsson 5, Ágúst Orrason 3, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Magnús Már Traustason 0, Andrés Ísak Hlynsson 0, Reggie Dupree 0, Veigar Áki Hlynsson 0.

Tindastóll: Sinisa Bilic 18/5 fráköst, Gerel Simmons 17/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jaka Brodnik 14, Viðar Ágústsson 13/4 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 7, Pétur Rúnar Birgisson 6/5 stoðsendingar, Jasmin Perkovic 6, Friðrik Þór Stefánsson 3, Hlynur Freyr Einarsson 0, Axel Kárason 0/5 fráköst, Hannes Ingi Másson 0.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Leifur S. Gardarsson, Jóhannes Páll Friðriksson

Áhorfendur: 367.

Dominykas Milka átti enn einn stórleikinn og skoraði 27 stig.

Ágúst Orrason smellir hér niður einum þristi.