Reykjanesbær aðventugarðurinn
Reykjanesbær aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflavík vann í Vesturbænum
Valur Orri Valsson var sjóðheitur í liði Keflavíkur í kvöld og skoraði 24 stig. Mynd úr fyrsta leik liðanna.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 4. júní 2021 kl. 22:23

Keflavík vann í Vesturbænum

Keflvíkingum vantar nú aðeins einn sigur í einvígi þeirra við KR í undanúrslitum Domino's-deildar karla í körfuknattleik eftir sigur Keflavík í kvöld. Liðin mættust á heimavelli KR-inga og var þetta leikur þeirra og Keflavík hefur unnið þá báða.

Keflvíkingar voru betri aðilinn í kvöld og höfðu betur en andstæðingarnir í öllum leikfjórðungum (24:26, 25:26, 12:16, 21:23).

Annar leikhluti var ekki góður hjá þeim og undir lok hans voru Keflvíkingar sjö stigum undir (49:42) en þeir sneru taflinu sér í hag og skoruðu tíu síðustu stig fyrri hálfleiks. Staðan 49:52.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Keflavík leiddi stærstan hluta leiksins en KR minnkaði muninn í tvö stig (82:84) þegar um tvær og hálf mínúta voru eftir. Eins og í lok fyrri hálfleiks stoppaði Keflavík upp í öll göt í vörninni og meinuðu KR-ingum aðgang að körfunni. Keflavík skoraði sjö síðustu stigin í leiknum og svo fór að góður níu stiga sigur varð niðurstaðan, 82:91.

Liðin mætast aftur á mánudag í Blue-höllinni og þar geta Keflvíkingar tryggt sér farseðilinn í úrslitaleikinn.

Valur Orri Valsson var sjóðheitur í kvöld með 24 stig og hitti í sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Donimykas Milka var næststigahæstur í liði Keflvíkinga með 21 stig og tólf fráköst.

Frammistaða Keflvíkinga: Valur Orri Valsson 24, Dominykas Milka 21/12 fráköst, Deane Williams 19/10 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 12/8 fráköst/12 stoðsendingar, Calvin Burks Jr. 8/6 fráköst, Ágúst Orrason 5, Arnór Sveinsson 2, Reggie Dupree 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Magnús Pétursson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.

VF jól 25
VF jól 25