Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

Keflavík úr leik í Mjólkurbikar karla
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 26. júní 2020 kl. 09:27

Keflavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Breiðablik - Keflavík 3:2

Baráttuglaðir Keflvíkingar réðu ekki við Blikana

Keflvíkingar mættu Breiðabliki, einu besta liði landsins, í Mjólkurbikar karla í gærkvöldi. Blikar komust yfir í fyrri hálfleik en Rúnar Þór Sigurgeirsson jafnaði leikinn á 50. mínútu. Kian Williams kom Keflvíkingum yfir rúmu korteri síðar (66'). Góður leikur Keflvíkinga dugði þó ekki til því á 81. og 86. mínútu skoraði Blikinn Kristinn Steindórsson í tvígang og sló þar með Keflavík út úr bikarnum þetta árið.


Mynd: Kian Williams í leik með Keflavík gegn Aftureldingu fyrir viku síðan. Hann skoraði og kom Keflvíkingum yfir en það dugði ekki. VF-mynd: Hilmar Bragi