Max 1
Max 1

Íþróttir

Keflavík fer í umspil – ræðst í lokaumferðinni með Njarðvík
Mikill fjöldi var mættu á Rafholtsvöll í Njarðvík í gær til að fylgjast með nágrannaslag Njarðvíkur og Keflavíkur í Lengjudeild karla í knattspyrnu. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 8. september 2024 kl. 17:11

Keflavík fer í umspil – ræðst í lokaumferðinni með Njarðvík

Senn líður að lokum knattspyrnuvertíðarinnar en næstsíðustu umferð Lengjudeildar karla lauk í dag með fimm leikjum þar sem Eyjamenn tryggðu sér deildarmeistaratitilinn með stórsigri á Grindavík. Reyndar munar þremur stigum á Keflavík og ÍBV fyrir lokaumferðina svo Keflvíkingar geta jafnað Eyjamenn að stigum en Eyjamenn eru með þrettán mörkum betri markatölu.

Fjölnir og Keflavík eru örugg með sæti í umspil Lengjudeildarinnar um sæti í efstu deild (fræðilega gætu Keflvíkingar endað í sjötta sæti en það er langsóttur möguleiki) en nýliðar ÍR, Afturelding og Njarðvík eru í harðri baráttu um hin tvö sætin.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Úrslit umferðarinnar:

Njarðvík - Keflavík 0:0
ÍBV - Grindavík 6:0
Fjölnir - Afturelding 2:0
Þór - Dalvík/Reynir 2:0
Þróttur R. - Leiknir R. 2:3
ÍR - Grótta 2:1

Staðan fyrir lokaumferðina:

ÍBV (38 stig)
Fjölnir (37 stig)
Keflavík (35 stig)
ÍR (35 stig)
Afturelding (33 stig)
Njarðvík (32 stig)
Þróttur R. (27 stig)
Leiknir R. (27 stig)
Grindavík (25 stig)
Þór (23 stig)
Grótta (16 stig)
Dalvík/Reynir (13 stig)

Lokaumferð Lengjudeildar karla verður leikin laugardaginn 14. september kl. 14:00:

Dalvík/Reynir - Þróttur R.
Leiknir R. - ÍBV
Afturelding - ÍR
Keflavík - Fjölnir
Grindavík - Njarðvík
Grótta - Þór


Meðfylgjandi er myndasafn úr leik Njarðvíkur og Keflavíkur í gær.

Njarðvík - Keflavík (0:0) | Lengjudeild karla 7. september 2024