HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Keflavík á toppi Domino's deildar en Grindavík tapaði fyrir ÍR
KR-ingar voru í vandræðum með hinn hávaxna og sterka Deane Williams.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 5. febrúar 2021 kl. 22:49

Keflavík á toppi Domino's deildar en Grindavík tapaði fyrir ÍR

Keflvíkingar eru einir á toppi Domino’s deildar karla í körfubolta eftir sigur á KR í Vesturbænum í kvöld. Grindvíkingar léku gegn ÍR fyrr í kvöld og töpuðu stórt.

KR ingar héldu í við miklu hávaxnara lið Keflvíkinga í fyrri hálfleik og leiddu með einu stigi. Keflvíkingar breyttu aðeins varnaraðferð í síðari hálfleik og náðu að halda aðal stigaskorara KR, Tyler Sabin niðri og unnu nokkuð sannfærandi 24 stiga sigur á þeim röndóttu. Deane Williams fór á kostum og var maður leiksins með 20 stig og 8 fráköst. Valur Orri og Hörður Axel léku líka báðir mjög vel en KR-ingar náðu að halda Dominikas Milka niðri í fyrri hálfleik en hann kom sterkari inn í þeim síðari.


KR-Keflavík 74-98 (29-28, 22-22, 14-25, 9-23)

Keflavík: Dominykas Milka 22/19 fráköst, Deane Williams 20/8 fráköst/3 varin skot, Valur Orri Valsson 14, Calvin Burks Jr. 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 13/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 8, Arnór Sveinsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Reggie Dupree 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Arnór Daði Jónsson 0, Magnús Pétursson 0.

Grindvíkingar héldu í við fríska ÍR-inga í fyrri hálfleik en síðan ekki söguna meir. ÍR ingar lönduðu 22 stiga sigri á liðinu sem lagði Stjörnuna í síðustu umferð en svona er kannski deildin í ár.

Ólafur Ólafsson skoraði mest hjá Grindavík og var með 22 stig og 6 fráköst.

ÍR-Grindavík 98-76 (22-20, 24-22, 29-16, 23-18)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 22/7 fráköst, Joonas Jarvelainen 18/6 fráköst, Eric Julian Wise 13/10 fráköst, Kristinn Pálsson 12/8 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 6, Kristófer Breki Gylfason 3, Bragi Guðmundsson 2, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0, Johann Arni Olafsson 0.