Toyota smurdagar 1170
Toyota smurdagar 1170

Íþróttir

Keflavíkurstúlkur fá sterkan útlending
Föstudagur 16. ágúst 2019 kl. 15:00

Keflavíkurstúlkur fá sterkan útlending

Kvennalið Keflavíkur í Domino's deildinni í körfubolta hefur náð samkomulegi við Daniela Wallen frá Venezuela. Daniela spilaði fyrir OCU háskólann í Bandaríkjunum og var valin besti leikmaðurinn í NAIA deildinni á lokaári sínu í skólanum 2017 með mjög flottar tölur, 36 leikir 24,6 stig, 8,8 fráköst, 1,9 stoðsendingar og 3,8 stolnir boltar að meðaltali í leik.

Hún hefur spilað í Svíþjóð, Ástralíu og Finlandi Hún var í liði Peka í Finlandi í fyrra sem vann finnska titilinn. „Erum ótrúlega ánægð með að hafa ná samkomulegi við þennan flotta leikmann,“ segir í frétt frá Keflavík.

Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs