Íþróttir

Íslandsmótið í Taekwondo fór fram um helgina
Lið Keflavíkur ásamt Helga Rafni Guðmundssyni, yfirþjálfara deildarinnar.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 25. október 2019 kl. 14:50

Íslandsmótið í Taekwondo fór fram um helgina

– Kristmundur bardagamaður mótsins

Á laugardegi var keppt í formum (Poomsae) og á sunnudegi var keppt í bardaga (Kyorugi).

Lið Aftureldingar var sigursælasta lið mótsins og sigraði annað árið í röð, þar á undan höfðu Keflvíkingar hampað titlinum níu ár í röð. Kristmundur Gíslason úr Keflavík var valinn bardagamaður mótsins og Ísabella Speigh úr Björk var valinn bardagakona mótsins. Eyþór Atli Reynisson og Álfdís Freyja Hansdóttir, bæði úr Ármanni, voru valinn tæknikeppendur mótsins. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Kristmundur Gíslason, bardagamaður mótsins.

Með tilkomu bættrar aðstöðu Taekwondo-deildar Keflavíkur á síðasta ári hefur verið mikill uppgangur í íþróttinni. Aldrei hafa fleiri iðkendur verið í Taekwondo-deildinni og það er óhætt segja að það verði spennandi að fylgjast með árangri hennar á komandi árum.

Árangur Keflvíkinga má sjá hér:
Kristmundur Gíslason – gull og valinn bardagamaður mótsins
Andri Sævar Arnarsson – gull, tvenn silfur og eitt brons
Eyþór Jónsson – silfur
Ágúst Kristinn Eðvarðsson – tvenn gull og tvenn silfur
Jón Ágúst Jónsson – gull og brons
Eryka Fanndís Gruxa – tvenn gull og silfur 
Dagfríður Pétursdóttir – gull og brons
Ylfa Vár Jóhannsdóttir – gull og brons
Alexander Adolf Dungal – gull
Alexandra Sveinfríður Margrét Matthíasdóttir – silfur og brons
Kar Dúi Hermannsson – silfur og brons