Íþróttir

Handboltaæfingar í Reykjanesbæ - kynning á sunnudag
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 23. febrúar 2023 kl. 14:19

Handboltaæfingar í Reykjanesbæ - kynning á sunnudag

HSÍ  verður með kynningu á handbolta á sunnudaginn í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ frá kl. 11:00 til 12:00 fyrir 1. – 4. bekk og frá 12:00 til 13:00 fyrir 5. – 8. bekk.

Reynsluboltarnir Logi Geirsson og Freyr Brynjarsson munu stjórna fyrstu æfingunni.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mörg ár eru síðan handbolti var stundaður í meistaraflokki á Suðurnesjum en frá árinu 1980 og næstu ár á eftir voru Keflavík, Njarðvík og Sandgerði með lið í 2. og 3. deild og léku í Íslandsmótinu. Æfingar voru í nokkrum yngri flokkum og einnig var Keflavík með kvennalið um tíma.

Handbolti lognaðist svo nokkurn veginn út af og hefur lítið verið stundaður síðan á Suðurnesjum.  Árið 2012 má sjá frétt á vf.is um handbolta hjá HKR, Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar og nýlega var sagt frá stofnun handboltadeildar í Garðinum en liðið leikur í 2. deild Íslandsmótsins.