Íþróttir

Grindvíkingurinn Bjarki Aðalsteinsson bestur í Mjólkurbikarnum
Bjarki er vel að útnefningunni kominn. Mynd/Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 25. maí 2023 kl. 09:28

Grindvíkingurinn Bjarki Aðalsteinsson bestur í Mjólkurbikarnum

Bjarki Aðalsteinsson, leikmaður Grindavíkur, hefur verið valinn besti leikmaður sextán liða úrslita Mjólkurbikars karla af vefmiðlinum Fótbolti.net. Grindavík vann þá góðan sigur á Val og stóð Bjarki eins og klettur í vörn Grindvíkinga auk þess að skora mark, það sjöunda á ferlinum.

Bjarki er miðvörður sem gekk í raðir Grindavíkur frá Leikni í vetur. Vörn Grindavíkur hefur byrjað tímabilið vel og hefur til þessa haldið markinu hreinu í Lengjudeildinni. Bjarki tók við verðlaunum frá Fótbolta.net í gær og voru verðlaunin í boði MS.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Hann er fæddur árið 1991, er uppalinn í Breiðabliki og hefur á meistaraflokksferli sínum spilað með Augnabliki, Reyni Sandgerði, Selfossi, Þór, Leikni R. og svo Grindavík.

Viðtal við Bjarka má sjá á Fótbolti.net.