Íþróttir

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 5. flokki
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 12. september 2020 kl. 11:31

Grindvíkingar Íslandsmeistarar í 5. flokki

Grindvíkingar fögnuðu innilega þegar 5. flokkur UMFG varð Íslandsmeistari í A-liðum í knattspyrnu.  UMFG lagði Breiðablik í skemmtilegum og mjög spennandi leik sem lauk með 3:2 sigri heimamanna. Eysteinn Rúnarsson skoraði tvö mörk og sigurmarkið á lokamínútunum.

Blikar komust yfir en Andri Karl Júlíusson Hammer jafnaði. Staðan var 1:1 í hálfleik. Í seinni hálfleik komumst heimamenn yfir með frábæru skallamarki Eysteins Rúnarssonar. Blikar jöfnuðu að bragði en sigurmark heimamanna kom í blálokin þegar Eysteinn skoraði úr vítaspyrnu. Bæði lið áttu hættuleg marktækifæri á síðustu mínútunum, Blikar áttu sláarskot og heimamenn áttu skot í stöng. Fögnuður Grindvíkinga var mikill þegar flautað var til leiksloka.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Á heimasíðu UMFG kemur fram að þetta hfi verið tvö bestu lið landsins í þessum aldursflokki en þessi sömu lið mættust í úrslitum á N1 mótinu fyrr í sumar. Þar hafði Breiðablik betur. Frábær umgjörð var í kringum úrslitaleikinn. Settur upp var sérstakur 8 manna völlur fyrir framan stúkuna á aðalvellinum í Grindavík. Fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína á Grindavíkurvöll til að fylgjast með þessum frábæra leik sem einnig var sýndur í beinni á GrindavíkTV. (Sjá neðar í fréttinni.)


Íslandsmeistaralið Grindavíkur 2020:
Leikmenn:
Arnar Eyfjörð Jóhannsson
Orri Sveinn Á. Öfjörð
Sölvi Snær Ásgeirsson
Breki Þór Editharson
Hafliði Brian Sigurðsson
Helgi Hafsteinn Jóhannsson
Andri Karl Júlíusson Hammer
Reynir Sæberg Hjartarson
Caue Da Costa Oliveira
Eysteinn Rúnarsson

Þjálfarar:
Anton Ingi Rúnarsson
Nihad Hasecic

Þegar rýnt er í sögubækurnar má til gamans geta að Breiðablik lék við Keflavík í sama aldursflokki til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn árið 1972 og var leikurinn sýndur í Ríkissjónvarpinu og Ómar Ragnarsson lýsti. Þá sigruðu Blikar 3:1 eftir að Keflavík hafði náð forystu með marki Ragnars Margeirssonar.

Sigurmark heimamanna kom í blálokin þegar Eysteinn skoraði úr vítaspyrnu. Hér syngur boltinn í netinu.