Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík náði að jafna úrslitaseríuna gegn Val
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
mánudaginn 20. maí 2024 kl. 21:44

Grindavík náði að jafna úrslitaseríuna gegn Val

Grindavík vann einn mikilvægasta sigur sinn í körfuknattleik í mjög langan tíma í kvöld en þeir mættu Valsmönnum í öðrum leiknum í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Eftir að hafa verið undir í leiknum í rúmar 38 mínútur af 40, náðu gulir að landa sigri, 93-89.

Daninn Daniel Mortensen kom Grindavík yfir með þristi þegar staðan var jöfn og tæpar tvær mínútur til leiksloka, þakið virtist hreinlega ætla rifna af Smáranum!

Það er á engan hallað ef Deandre Kane fær nafnbótina besti leikmaður leiksins. Kappinn endaði með 35 stig og tók 12 fráköst. Hann dró vagninn sóknarlega í lokin en svo var Mortensen líka mjög góður, endaði með 22 stig og tók 8 fráköst. Dedrick Basile var með 11 stig og 7 stoðsendingar og fyrirliðinn Ólafur Ólafsson var með 10 stig og 5 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Gæðin í þessum körfuknattleik eru gríðarleg og var spennan og stemningin eftir því, alveg hreint frábær! Uppselt var í Smárann og má leiða talsverðum líkum að því að Origo-höll þeirra Valsmanna verði þétt setin á fimmtudagskvöld þegar þriðji leikurinn fer fram.

Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir sigur gegn Val. Ólafur Ólafsson, fyrirliði Grindavíkur, eftir sigur gegn Val. Kristinn Pálsson, leikmaður Vals, eftir tap gegn Grindavík