Íþróttir

Góður sigur hjá Víðismönnum
Víðismenn sækja að marki Einherja. Mynd af Facebook-síðu Víðis
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 11. júlí 2021 kl. 11:36

Góður sigur hjá Víðismönnum

Langri eyðimerkurgöngu Víðismanna í þriðju deild karla í knattspyrnu lauk í gær þegar Víðir lagði botnlið Einherja 3:0 á heimavelli. Þetta var fyrsti sigur Víðis síðan í fjórðu umferð, í lok maí.

Það var engin spurning hvoru megin sigurinn myndi enda en Víðir komst yfir á 8. mínútu með marki frá Atla Frey Ottesen Pálssyni. Jóhann Þór Arnarson tvöfaldaði forystuna á 22. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Víðismenn fengu vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik sem Jóhann Þór skoraði úr og staðan orðin 3:0 (56').

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ekki voru fleiri mörk skoruð enda lögðu Víðismenn áherslu á að halda fengnum hlut. Langþráður sigur í höfn og vonandi hefur Víðir nú yfirstigið erfitt tímabil. Víðir mætir KFS sem situr í næstneðsta sæti í tólftu umferð.