Vinstri Grænir
Vinstri Grænir

Íþróttir

Frábært mark hjá Sveindísi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 15. september 2021 kl. 12:25

Frábært mark hjá Sveindísi

Keflvíska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sigurmark Kristianstad í 1-0 sigri á Linköping í sænsku úrvalsdeildinni í í knattspyrnu síðasta laugardag. Markið var sérlega glæsilegt hjá okkar konu. dag 

Sveindís fékk boltann á miðum vellinum á hægri kantinum og einlék alla leið inn í vítateiginn og skoraði svo með þrumuskoti. -

Þetta var fimmta mark hennar á tímabilinu en þar að auki er hún með fjórar stoðsendingar í þrettán leikjum.

Sveindís er í íslenska landsliðshópnum en Ísland mætir Hollandi 21. september. 

Viðreisn
Viðreisn