Blik í auga
Blik í auga

Íþróttir

Enn tapa Grindavíkurstúlkur - Njarðvík á toppi 1. deildar
Petrúnella og stöllur hennar í Grindavík hafa ekki enn unnið leik í Domino's deildinni í körfubolta.
Mánudagur 25. nóvember 2019 kl. 15:25

Enn tapa Grindavíkurstúlkur - Njarðvík á toppi 1. deildar

Grindvíkurstúlkur léku sinn áttunda leik í röð án sigurs en þær töpðuðu fyrir Valskonum 77:70 á útivelli í gær í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Njarðvík er á toppi 1. deildar kvenna.

Valur byrjaði betur og náði forskoti sem Grindavík náði ekki að brúa þó svo að þær grindvísku hafi unnið síðasta leikhlutann með tíu stigum, þá dugði það ekki.

Valur-Grindavík 77-70 (29-20, 14-13, 23-16, 11-21)

Grindavík: Hrund Skúladóttir 19/10 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 18/4 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 15/5 stolnir, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 5/6 fráköst, Elísabeth Ýr Ægisdóttir 4/12 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 4, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 2, Vikoría Rós Horne 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.

Njarðvík er á toppi 1. deildar kvenna í körfubolta en liðið vann Tindastól 66:56 í spenandi leik þar sem heimakonur tryggðu sér sigurinn á lokakafla leiksins.

Lára Ösp Ásgeirsdóttir skoraði 22/6 fráköst/6 stoðsendingar og Vilborg Jónsdóttir var með 19/8 fráköst og 10 stoðsendingar B-lið Keflavík-b tpaði fyrir Fjölni í sömu umferð 71:77. Þar var Anna Ingunn Svansdóttir stigahæst með 24 stig. Þá tapaði Grindavík fyrir ÍR 42:58.  Petrúnella Skúladóttir var stigahæst, skoraði 16 stig og tók 8 fráköst.

Njarðvík og Tindastóll eru efst með 12 stig, Keflavík er í 3.-5. sæti með 10 en Grindavíkurkonur reka lestina með 2 stig.