Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Enn eitt tapið hjá Víði
Hólmar Örn Rúnarsson kom inn á í leiknum gegn Völsungi og skoraði mark. Ljósmynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 30. júlí 2020 kl. 19:42

Enn eitt tapið hjá Víði

Leikjum frestað vegna Covid-19

Víðismenn léku gegn botnliði Völsungs á Húsavík í 2. deild karla í dag. Leikurinn fór fram án áhorfenda og var sá fyrsti sem leikinn er í níundu umferð deildarinnar en öðrum leikjum hefur verið frestað vegna hertra Covid-reglna.

Stjórn KSÍ hefur tilkynnt að leikjum í meistara- og 2. flokkum karla og kvenna verði frestað í tvær vikur frá og með morgundeginum, staðan verði endurmetin fyrir 5. ágúst.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
Hólmar inn á og aftur út af

Völsungur tók forystu í fyrri hálfleik (18') og því voru Víðismenn 1:0 undir í hálfleik.

Eftir tap gegn Haukum í síðustu umferð sagði Hólmar Örn Rúnarsson, spilandi þjálfari Víðismanna, í viðtali við Fótbolti.net að þeir þyrftu að fara að skora mörk – og það er nákvæmlega það sem hann gerði. Á 60. mínútu skipti Hólmar sér inn á en hann var ekki í byrjunarliðinu, tveimur mínútum síðar skoraði hann og jafnaði leikinn í 1:1.

Hólmari Erni var svo skipt út fyrir Guyon Philips á 87. mínútu og í uppbótartíma skoruðu Völsungar (90'+3) sigurmarkið og fyrsti sigur þeirra í sumar staðreynd.

Víðir er í slæmri stöðu

Nú þegar Víðismenn hafa leikið níu leiki eru þeir í þriðja neðsta sæti, einu stigi fyrir ofan Dalvík/Reyni sem á leik gegn Haukum til góða. Það er því á brattan að sækja fyrir Víði.

Breytingar á leikmannahópnum

Á Facebook-síður Víðis kemur fram að félagið hafi samið út tímabilið við Jordan Tyler sem lék síðast með Þrótti Vogum árið 2019 en meiddist illa um vorið og er að koma sér af stað aftur. Jordan hefur einnig leikið með Hetti og KF hér á landi.

Þá kemur einnig fram í tilkynningu frá Víði á sömu síðu að Pepelu Vidal og Víðir hafi komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leiki ekki fleiri leiki fyrir félagið og muni halda heim til Spánar á næstu dögum.

Þessar breytingar koma vonandi til með að rífa Víðismenn í gang þegar Íslandsmótið hefst að nýju.