Vörumiðlun
Vörumiðlun

Íþróttir

Egill yfirgefur UMFN
Miðvikudagur 18. júní 2008 kl. 12:09

Egill yfirgefur UMFN

Miðherjinn Egill Jónasson mun ekki leika með liði Njarðvíkur á komandi vetri þar sem hann hefur ákveðið að halda út til náms í Danmörku.

Þetta staðfesti hann við vefsíðuna karfan.is í gær, en hann mun hefja nám í Horsens í haust. Hann bæti því við, aðspurður, að hann hyggðist halda áfram körfuknattleiksiðkun. Í Horsens eru tvö félög, Horsens IC sem leikur í Úrvalsdeild og Horsens BC sem leikur í 2. deild en með því félagi leikur Halldór Karlsson, fyrrum leikmaður Njarðvíkur.

Egill sagðist vera að skoða með hvoru liðinu hann myndi leika en það væri líka háð því hversu mikið yrði að gera í skólanum.

Verður sannarlega skarð fyrir skildi hjá Njarðvík næsta vetur, en vitað var að Egill myndi mögulega hverfa á braut og eru forráðamenn körfuknattleiksdeildarinnar eflaust búnir að velta þessum málum fyrir sér.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

www.karfan.is