Bilakjarninn
Bilakjarninn

Íþróttir

Boðið í pístuveislu eftir draumahögg
Bræðurnir með Guðmundi veitingamanni á Flúðum.
Þriðjudagur 5. ágúst 2025 kl. 08:56

Boðið í pístuveislu eftir draumahögg

Keflvíkingurinn Snorri Rafn William Davíðsson, 17 ára kylfingur úr Golfklúbbi Suðurnesja, fór holu í höggi á 9. braut í móti á Flúðum um Verslunarmannahelgina. Brautin er 132 metrar löng og sló Snorri með 45° fleygjárni. Boltinn flaug með góðum sveig í miklu roki og féll ofan í með tilþrifum, við mikinn fögnuð áhorfenda og meðspilara.

Þetta er í annað sinn sem Snorri Rafn nær holu í höggi, en það fyrsta kom í fyrra á móti hjá GKG. Snorri Rafn keppti í mótinu ásamt bróður sínum, Inga Rafni William Davíðssyni, í tveggja manna liði með Texas Scramble fyrirkomulagi. Í kjölfar draumahöggsins hefur Ingi Rafn lýst því yfir með léttu brosi að hann eigi „að minnsta kosti 50% í högginu góða“, enda hafi þeir unnið saman sem teymi allan hringinn – með frábærum árangri en þeir bræður lentu í 2.-5. sæti í mótinu.

Eftir höggið góða beið Snorra Rafns og fjölskyldu hans óvænt og skemmtileg uppákoma. Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, veitingamaður í golfskálanum á Flúðum, bauð þeim í pizzaveislu eftir afrekið. Guðmundur Rúnar er fjölskyldunni að góðu kunnur eftir mörg ár í þjónustu hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það sem gerir daginn enn eftirminnilegri er að Júlía Sól, vinkona Snorra Rafns, fylgdist með golfi í fyrsta sinn – og dró kerruna fyrir hann í mótinu. Að sjá holu í höggi í fyrsta sinn á golfvelli er ótrúlega skemmtileg upplifun.