Max Norhern Light
Max Norhern Light

Íþróttir

„Kærkominn sigur á lokamínutu“
Úr myndasafni VF.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 27. júní 2020 kl. 07:54

„Kærkominn sigur á lokamínutu“

segir Sigursveinn Bjarni Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Reynis, eftir sigur á KV

Það var mikill markaleikur á KR-vellinum í fyrstu umferð Íslandsmótsins þegar Reynir sótti KV heim. Alls voru sjö mörk skoruð í leiknum og skiptust liðin á að taka forystu. Reynir innsiglaði sætan 4:3 sigur í uppbótatíma. Í dag taka Reynismenn á móti Augnabliki í 3. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu á Blue-vellinum klukkan 14:00. Við heyrðum í Sigurpáli eftir síðasta leik.


– Glæsilegur sigur. Ekki amalegt að byrja Íslandsmótið svona.

Já, takk. Þetta var kærkominn sigur á lokamínutu.

– Heilt yfir hvernig metur þú frammistöðuna í síðasta leik?

Þetta var baráttuleikur, hörkuleikur, og fyrrum leikmaður okkar sem skipti deginum áður skoraði tvö gegn okkur – en þeim mun sætara að klára í lokin.

– Þið mætið svo Þór í kvöld í bikarnum og svo er það Augnablik heima í deildinni, hvernig leggst það í þig?

Hann leggst vel í mig og við eigum við ramman reip að draga en við munum gera okkar allra besta og verja markið okkar. Það ekkert útilokað í bikarleikjum. KV er spáð fyrsta sæti í deildinni og Augnabliki öðru. Það væri gríðarlega sterkt að klára leikinn gegn þeim með þremur stigum. Við erum með þéttan og góðan hóp en við megum ekkert við skakkaföllum, þetta gæti orðið strembið ef við lendum í meiðslum og banni. Hópurinn ersterkur og getur gert atlögu að sæti í 2. deildinni.