bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýli
Flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 6. apríl 2020 kl. 08:49

Óskað eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýli

-og byggingu 50 herbergja svefnskála

Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsir eftir tilboðum í framkvæmdir við flugskýli 831 og eftir verktökum til að taka þátt í forvali fyrir lokað alútboð vegna hönnunar og byggingar á 50 herbergja svefnskála á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Á flugskýlinu er um að ræða viðgerðir og málun stáls, stálklæðinga og steyptra yfirborða utanhúss sem og að steypa upp tvö lyftuhús utan á bygginguna. Flugskýlið er 12.200 fermetrar að stærð.

Svefnskálinn skal innihalda 50 gistiherbergi með innbyggðu baðherbergi fyrir hvert herbergi en gert er ráð fyrir að skálinn sé alls um 1000 fermetrar að stærð á tveimur hæðum.
Fjöldi þátttakenda í alútboðinu verður takmarkaður við 5 og verði umsækjendur fleiri verður dregið á milli hæfra umsækjenda.

Nánar í auglýsingum Ríkiskaupa í blaði vikunnar.