Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Ormar borða skólanesti í Njarðvík og söngleikur um Rúnar Júlíusson
Fimmtudagur 14. október 2021 kl. 11:03

Ormar borða skólanesti í Njarðvík og söngleikur um Rúnar Júlíusson

- ásamt afmæli Félags eldri borgara á Suðurnesjum í Suðurnesjamagasíni

Haugánar koma við sögu Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Haugánar eru eins og hverjir aðrir ormar en þessir ætla að hjálpa nemendum í 2. bekk Njarðvíkurskóla að klára skólanestið sitt. Þeir elska lífrænan úrgang eins og afganga af ávöxtum og grænmeti og ætla breyta honum í úrvals moltu og sérstakt te sem plöntur elska.

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er þrítugur félagsskapur fólks sem vill skemmta sér og njóta samvista. Suðurnesjamagasín kíkti í afmælisveislu hjá þessu 2.500 manna félagi þar sem félagsmenn eru allir 60 ára eða eldri.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Rokkkóngurinn Rúnar Júlíusson kemur við sögu í 60 ára afmælissýningu Leikfélags Keflavíkur. Fyrsti kossinn er söngleikur sem saminn er í Keflavík og leikstýrt af Karli Ágústi Úlfssyni. Allir „hittararnir“ frá Rúnari Júlíussyni og fjölmörg önnur lög sem hann kom að eru í söngleiknum í bland við flottan dans og skemmtilegan leik. Í Suðurnesjamagasíni er kíkt á æfingu og rætt við höfunda verksins, leikstjórann og hljómsveit hússins.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar á fimmtudagskvöldum kl. 19:30 en þáttinn má einnig nálgast á hringbraut.is og á vef Víkurfrétta, vf.is.