Bygg
Bygg

Fréttir

Ökuferðin endaði úti í móa
Föstudagur 24. september 2021 kl. 10:56

Ökuferðin endaði úti í móa

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Sandgerðisvegi með þeim afleiðingum að hún hafnaði úti í móa. Hann slapp ómeiddur.

Nokkrir ökumenn voru svo kærðir fyrir of hraðan akstur eða teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Fáeinir óku án ökuréttinda og skráningarnúmer voru fjarlægð af sex bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.