Dubliner
Dubliner

Fréttir

Námu merki frá neyðarsendi við Stafnes
Þriðjudagur 9. desember 2025 kl. 22:55

Námu merki frá neyðarsendi við Stafnes

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði hafa verið kölluð út eftir að kafbátaleitarflugvél nam merki frá neyðarsendi við Stafnes.

Frá lögreglu: Klukkan 21:54 í kvöld fékk lögreglan á Suðurnesjum tilkynningu um að flugvél hafi heyrt í neyðarsendi og fylgdi tilkynningunni að viðkomandi fyndist þeir sjá eitthvað í sjónum um tæpa sjómílu utan við Stafnes.  Áhöfn frá lögreglunni á Suðurnesjum fór beint í Sandgerði og jafnframt hefur þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út ásamt björgunarbát frá Sandgerði.

Uppfært: Komið hefur í ljós að björgunarvesti um borð í kafbátaleitarflugvélinni sendi frá sér neyðarboðin. Leit hefur verið afturkölluð.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner