Hs Orka starf
Hs Orka starf

Fréttir

Lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Miðvikudagur 15. júlí 2020 kl. 09:17

Lýsa áhyggjum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga lýsir yfir áhyggjum sínum af skerðingu framlaga Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem hefur veruleg áhrif á afkomu sveitarsjóðs. Bæjarráð hvetur því ríkisvaldið til að huga alvarlega að því að bæta Jöfnunarsjóði tekjutap sitt, og með því móti verði sjóðnum gert kleift að rækja skyldur sínar gagnvart sveitarfélögunum í landinu.

Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs sem samþykkt var á fundi ráðsins þann 15. júlí sl.

Sólning
Sólning

Bókun þessi er send eftirtöldum:

Forsætisráðuneyti

Fjármálaráðuneyti

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Þingmönnum Suðurkjördæmis

Formanni fjárlaganefndar Alþingis

Sambandi íslenskra sveitarfélaga