Fréttir

Leita að týndum starfsmönnum Veðurstofunnar við Keili
Skyggni við Keili er slæmt og birtu er að bregða.
Þriðjudagur 2. mars 2021 kl. 18:05

Leita að týndum starfsmönnum Veðurstofunnar við Keili

Björgunarsveitir af Suðurnesjum standa nú fyrir umfangsmikilli leit við Keili þar sem tveir starfsmenn Veðurstofu Íslands eru týndir. Aðstoð er að berast frá höfuðborgarsvæðinu og þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar verið kölluð út.

Veður­stof­an staðfest­ir við mbl.is að um­rætt fólk sé starfs­fólk stofn­un­ar­inn­ar, sem var við rann­sókn­ir á jarðskjálfta­svæðinu. Vís­inda­menn­irn­ir fóru á svæðið í dag til rann­sókna á gasi. Mögu­legt er að þriðji aðili sé einnig týnd­ur að því er greint er frá á vef Morgunblaðsins.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Talið er að fólkið sé ein­hvers staðar í kring­um Keili, þar sem mik­il jarðskjálfta­virkni hef­ur verið um langt skeið og hætta kann að vera á eld­gosi.

Að neðan má sjá streymi úr vefmyndavél Víkurfrétta sem er beint að Keili.