Fréttir

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar skorar á yfirvöld
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tvö frá Suðurnesjum eru í stjórn. Hildur Sigfúsdóttir frá Slysavarnadeildinni Unu og Orri Rafn Sigmarsson frá Björgunarsveitinni Þorbirni. Hildur er lengst til vinstri á myndinni en Otti er annar frá hægri.
Föstudagur 10. september 2021 kl. 09:14

Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar skorar á yfirvöld

– Tvö frá Suðurnesjum í nýrri stjórn


Á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem lauk um nýliðna helgi tóku rúmlega 300 fulltrúar aðildareininga þátt í líflegum umræðum um starfsemi félagsins og framtíðarsýn. Félagar kusu sér nýjan formann og nýja stjórn ásamt því að álykta um ýmiss mál.

Þingið skoraði bæði á dómsmálaráðherra og ríkisstjórn Íslands. Áskorun til dómsmálaráðherra snýr að lagaumgjörð um peningarspil sem er í skoðun hjá vinnuhópi skipuðum af ráðuneytið fyrr á árinu og hefur heildarlagaumgjörð málaflokksins til endurskoðunar.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Mikið hefur mætt á almannavarnakerfinu undanfarin tvö ár og reynsla komin á þær breytingar sem gerðar hafa verið á kerfinu undanfarin ár. Þingið skorar á ríkisstjórnina að halda áfram af fullum þunga endurskoðun á lögum um almannavarnir.

Frá aðalfundi Slysavarnafélagsins Landsbjargar um nýliðna helgi.

Áskorun til dómsmálaráðherra

Slysavarnafélagið Landsbjörg skorar á dómsmálaráðherra að taka alla reglu- og lagaumgjörð er snýr að peningaspilum á Íslandi til heildar endurskoðunar með það fyrir augum að styðja betur við þann hóp samfélagsins sem glímir við spilavanda.

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands

Slysavarnafélagið Landsbjörg skorar á Ríkisstjórn Íslands að halda áfram, af fullum þunga, þeirri góðu vinnu sem farið hefur fram á núverandi kjörtímabili við endurskoðun á lögum um almannavarnir með það að leiðarljósi að tryggja enn betur viðbragðshæfni og sjálfstæði þeirra sem að málaflokknum vinna.

Otti Rafn Sigmarsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar í ræðustól.

Nýr formaður og stjórn var kosin

Á þinginu var Otti Rafn Sigmarsson kosin nýr formaður félagsins. Otti Rafn hefur setið í stjórn félagsins síðustu tvö kjörtímabil og gengdi embætti varaformanns undanfarin tvö ár. Hann er félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, hefur verið virkur félagi í rúm 20 ár og látið til sín taka á vettvangi félagsins á ýmsum sviðum.

Í nýrri stjórn sitja eftirfarandi fulltrúar aðildareininga víða af landinu:

Otti Rafn Sigmarsson, formaður, Björgunarsveitin Þorbjörn
Þorsteinn Þorkelsson, gjaldkeri, Björgunarsveitin Ársæll
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, Björgunarsveitin Gerpir og Ársæll
Gísli V. Sigurðsson, Björgunarsveitin Stjarnan
Hafdís Einarsdóttir, Björgunarsveitin Skagfirðingasveit
Hildur Sigfúsdóttir, Slysavarnadeildin Una
Valur S. Valgeirsson, Björgunarsveitin Björg Suðureyri
Þorsteinn Ægir Egilsson, Björgunarsveitin Hafliði
Þór Bínó Friðriksson, Björgunarfélag Akranes