ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Fréttir

Landfyllingar við Grindavíkurhöfn hækkaðar með efni úr niðurrifi
Föstudagur 31. október 2025 kl. 10:01

Landfyllingar við Grindavíkurhöfn hækkaðar með efni úr niðurrifi

Innviðanefnd Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að heimila notkun efnis sem fellur til við niðurrif mannvirkja, sprungulagfæringar og önnur jarðvinnuverkefni í bænum til að hækka landfyllingar á hafnarsvæðinu.

Áformin ná til svæðanna við smábátahöfn, Eyjabakka og Suðurgarð. Jafnframt er gert ráð fyrir að nýta geymslusvæðin H-1 og H-2 sem uppsátur, í samræmi við gildandi deiliskipulag iðnaðar- og hafnarsvæðis Eyjabakka.

Innviðanefnd tekur jákvætt í tillöguna og telur framkvæmdina bæði hagnýta og hagkvæma leið til að styrkja hafnarsvæðið með endurnýtingu efnis sem annars þyrfti að farga.
Hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa hefur verið falið að vinna málið áfram.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner