bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Kannabisefni og kókaín sem fannst á mörgum stöðum í húsnæðinu
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 09:40

Kannabisefni og kókaín sem fannst á mörgum stöðum í húsnæðinu

Talsvert magn af meintum fíkniefnum fannst við húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum fór í að fenginni heimild í fyrrakvöld. Um var að ræða kannabisefni og kókaín sem fannst á mörgum stöðum í húsnæðinu. Tveir húsráðendur voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefum þar til að skýrslutökur höfðu farið fram.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.