Jarðskjálftahviða við Sýlingarfell um miðnætti
Rétt fyrir miðnætti hófst jarðskjálftahviða rétt austur af Sýlingarfelli á kvikuganginum sem stóð yfir í rúma klukkustund. Um 170 jarðskjálftar mældust í hviðunni og voru þetta mest smá skjálftar, undir 2 að stærð, en einn skjálfti mældist 3 að stærð við fyrstu keyrslu og var hann rétt norður af Hagafelli.
Jarðskjálftahviður hafa verið viðvarandi síðan landris hófst 27. október við Þorbjörn, þó nokkuð rólegt hefur verið síðustu daga.
Engar vísbendingar eru um gosóróa að svo stöddu.