VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Fréttir

Í minningu Maríu Guðsmóður
Föstudagur 12. desember 2025 kl. 09:03

Í minningu Maríu Guðsmóður

Þær Anna Elísabet Gestsdóttir, djákni og Marta Eiríksdóttir, jógakennari og rithöfundur eru að undirbúa notalega samverustund í Útskálakirkju, Garði, mánudagskvöldið 15.desember klukkan 20.

Þessi stund er hugsuð fyrir fólk sem langar til að setjast niður og slaka á, mitt í undirbúningi dásamlegra jóla. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Ljúf stund og hjartanærandi orð sem ylja þegar kirkjugestir minnast móður Jesú Krists, mæðra sinna, ömmu og formæðra, segir í kynningu á viðburðinum. 

Við spurðum Önnu Elísabetu, djákna nánar út í þetta kvöld í Útskálakirkju. 

Hvers vegna svona messa?

María Guðsmóðirin tók þátt í sköpunarverkinu. Hún er upphafið eins og allar mæður. Við mæður tengjumst með alls konar hætti, erum jafnvel að ala upp börn fyrir hvor aðra, allt eftir aðstæðum. María er því táknmynd og ekki síst fyrirmynd fyrir okkur öll ef við kjósum það. 

Afhverju í Útskálakirkju?

Útskálakirkja er einstaklega falleg og þægileg á alla vegu. Hlý timburkirkja sem heldur vel utan um okkur. Hún hefur staðið traust og verið styrkur fyrir fólkið í samfélaginu síðan árið 1861.

Altaristaflan í Útskálakirkju er boðun Maríu og endurspeglar upphafið. Það á því einstaklega vel við að bjóða þar upp á minningarstund um hana.

Ef mig brestur ekki minni þá er altaristaflan  eftir danskan listmálara og einstök fyrir augað. Mér hefur alltaf fundist sérstakt hvers vegna þessi mynd var valin á sínum tíma þar sem boðunardagur Maríu með viðkomu erkiengilsins Gabríels er stærri hátíð innan rétttrúnaðarkirkjunnar. 

Í okkar lútherskri hefð er ekki mikið minnst á englana þó að þeir séu alls staðar í kringum stærstu viðburðina, þannig að þessi nálgun undirstrikar að höfundar Útskálakirkju voru óhræddir við að fara út fyrir kassann. 

Notaleg kvöldstund rétt fyrir jól

Við Marta Eiríks hlökkum báðar til kvöldsins. Ég veit að þar sem tveir eða þrír eru saman komnir þar er Guð mitt á meðal og það á við í öllu daglegu samhengi. Ég trúi því. Verið öll hjartanlega velkomin. 

Anna Elísabet Gestsdóttir djákni.

VF jól 25
VF jól 25