Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Fréttir

Heiða Guðný vill leiða VG í Suðurkjördæmi
Mánudagur 22. febrúar 2021 kl. 10:34

Heiða Guðný vill leiða VG í Suðurkjördæmi

Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

„Ég kom nýfædd heim að Ljótarstöðum í sauðburði 1978 og hef búið þar síðan. Ég tók við búi þar eftir stúdentspróf og búfræðinám 2001 og er þar í dag sauðfjárbóndi að atvinnu og starfa auk þess við rúning og fósturtalningar í sauðfé um allt land.

Ég hef setið í sveitarstjórn Skaftárhrepps í alls 10 ár í vor og hef verið varaþingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi á líðandi kjörtímabili. Mín helstu áherslumál í stjórnmálum og lífinu eru umhverfismál og virðing fyrir náttúrunni, jafnrétti og mannréttindi hvers konar og íslenskur landbúnaður. Að þessum málum og fleirum langar mig að vinna áfram innan raða Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs,“ segir í tilkynningu frá Heiðu Guðnýju.