Fréttir

Fyrsti fundur ungmennaráðs Suðurnesjabæjar
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar. Mynd af vef Suðurnesjabæjar
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 12. júlí 2021 kl. 14:58

Fyrsti fundur ungmennaráðs Suðurnesjabæjar

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar kom saman á sínum fyrsta fundi síðastliðinn föstudaginn. Sjö fulltrúar á aldrinum þrettán til tuttugu ára hafa verið skipaðir í ráðið og munu þeir funda reglulega undir handleiðslu deildarstjóra frístundamála. Tilgangur ungmennaráðs Suðurnesjabæjar er m.a. að vera bæjarstjórn, bæjarstjóra og nefndum Suðurnesjabæjar til ráðgjafar um málefni ungs fólks í sveitarfélaginu. Þá er ráðið einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að þjálfa lýðræðisleg vinnubrögð ásamt því að koma skoðunum ungs fólks til réttra aðila innan stjórnsýslukerfisins.

Á meðal mála á þessum fyrsta fundi ungmennaráðsins var kjör formanns og ritara. Hafþór Ernir Ólason var kjörinn formaður ráðsins og Heba Lind Guðmundsdóttir ritari, bæði voru samþykkt samhljóða. Þá var erindisbréf ungmennaráðs lagt fram til kynningar og siðareglur þess yfirfarnar og samþykktar.

Ungmennaráð Suðurnesjabæjar er skipað eftirtöldum aðilum:
Gerðaskóli: Aðalmaður er Hafþór Ernir Ólason og Þorbjörg Hulda Haraldsdóttir til vara.
Sandgerðisskóli: Aðalmaður er Salóme Kristín Róbertsdóttir og Gunnar Freyr Ólafsson til vara.
Félagsmiðstöðin Skýjaborg: Aðalmaður er Sara Mist Atladóttir og Díana Guðrún Kristinsdóttir til vara.
Félagsmiðstöðin Elding: Aðalmaður er Heba Lind Guðmundsdóttir.
Fulltrúi framhaldsskólanema: Aðalmaður er Irma Rún Blöndal og Valur Þór Magnússon til vara.
Björgunarsveitin Sigurvon: Aðalmaður er Lilja Guðrún Vilmundardóttir og Yngvar Adam Gústafsson til vara (fulltrúi Sigurvonar situr í ungmennaráði árið 2021).
Knattspyrnufélagið Víðir: Aðalmaður er Jóhann Helgi Björnsson og Eyþór Ingi Einarsson til vara (fulltrúi Víðis situr í ungmennaráði árið 2021).
Knattspyrnufélagið Reynir: Aðalmaður Ester Grétarsdóttir, Sigurbjörn Bergmann til vara (fulltrúi Reynis situr í ungmennaráði árið 2022).