Max Norhern Light
Max Norhern Light

Fréttir

Fylla baðkörin af makríl
Þessi mynd af samfélagsmiðlum gengur nú á netinu og lýsir kannski vel makrílveiðinni.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 22. júlí 2019 kl. 11:33

Fylla baðkörin af makríl

Makríll er að mokveiðast á bryggjum í Reykjanesbæ og í Garði. Veiðimenn eru í tugatali að mokveiða þennan gráðuga flökkufisk sem samkvæmt lýsingum veiðimanna er stærri og feitari en unfanfarin ár.

Mynd gengur nú á samfélagsmiðlum sem sýnir baðkar kjaftfullt af makríl þar sem stykkið af makríl er boðið á 200 krónur.

Makríllinn er sagður góður matfiskur. Hann sé fínn á grillið en einnig er hann góður reyktur.

Makríllinn er einnig fyrr á ferðinni í ár en undanfarin ár. Fyrsta löndun makrílbáts var t.a.m. 13. júlí í ár en fyrsta löndun í fyrra var 25. júlí. Þá var meira magni landað í fyrstu löndun í ár heldur en í fyrra.

Meðfylgjandi myndir tók Páll Ketilsson við Keflavíkurhöfn á laugardagskvöld.