Fái val um hvort þeir kjósi í Grindavík
Dómsmálaráðuneytið hefur birt áform um breytingar á kosningalögum, sveitarstjórnarlögum og lögum um lögheimili vegna þeirra aðstæðna sem skapast hafa í Grindavík vegna jarðhræringa. Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar.
Lagt er til að þau sem áttu lögheimili í Grindavík 9. nóvember 2023 en hafa flutt lögheimili sitt, fái val um að kjósa annaðhvort í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem þau búa í núna. Þau sem kjósa Grindavík verða tekin inn á kjörskrá með umsókn til Þjóðskrár Íslands og skal hún berast eigi síðar en 40 dögum fyrir kjördag.
Jafnframt er gert ráð fyrir að kjörgengi haldist í samræmi við þessar reglur út kjörtímabilið, og að tryggt verði að störf nefnda og ráð sveitarfélagsins raskist ekki.
Áformin eru nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda eins og áður segir. Þar geta Grindvíkingar lesið nánar um fyrirhugaðar breytingar og sent inn umsagnir. Þetta er því tækifæri fyrir Grindvíkinga til að hafa bein áhrif á hvernig kosningarnar 2026 verða útfærðar.






