bygg 1170
bygg 1170

Fréttir

Bjóða út vinnu við gervigrasvöll í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 12. maí 2020 kl. 10:31

Bjóða út vinnu við gervigrasvöll í Reykjanesbæ

Reykjanesbær hefur auglýst eftir tilboðum í verkið „Gervigrasvöllur – Jarðvinna og lagnir“ en um er að ræða gerð gervigrasvallar vestan Reykjaneshallar við Afreksbraut.

Verkið er fólgið í uppúrtekt, fyllingum, jarðvinnu vegna lagna, lagningu dren-, hita- og sprinklerlagna sem og lagningu ídráttarröra.

Helstu magntölur eru uppúrtekt um 17.500 m3, fyllingar um 8.700 m3, jöfnunarlög 19.400 m2, frárennslislagnir 1.510 metrar, hitalagnir 39.700 metrar og ídráttarrör 3.475 metrar.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 30. september 2020.