Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember
Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið í Reykjanesbæ er kominn á fullt skrið.
Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember, 6.–7. desember, og verður opið frá kl. 14–17 á laugardögum og sunnudögum. Á Þorláksmessu verður opið frá kl. 18–21. Markmið garðsins er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa notalega jólastemningu fyrir börn og fullorðna.
Rekstraraðili Aðventusvellsins, Gautaborg ehf., stefnir á opnun um miðjan nóvember. Nánari upplýsingar verða birtar á adventusvellid.is.
Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að gera sér glaðan dag á aðventunni, heimsækja fallega Aðventugarðinn og nýta þjónustu verslana og veitingastaða í heimabyggð.






