Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember
Laugardagur 1. nóvember 2025 kl. 11:53

Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember

Undirbúningur fyrir Aðventugarðinn og Aðventusvellið í Reykjanesbæ er kominn á fullt skrið.

Aðventugarðurinn opnar fyrstu helgina í desember, 6.–7. desember, og verður opið frá kl. 14–17 á laugardögum og sunnudögum. Á Þorláksmessu verður opið frá kl. 18–21. Markmið garðsins er að lýsa upp svartasta skammdegið og skapa notalega jólastemningu fyrir börn og fullorðna.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Rekstraraðili Aðventusvellsins, Gautaborg ehf., stefnir á opnun um miðjan nóvember. Nánari upplýsingar verða birtar á adventusvellid.is.

Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að gera sér glaðan dag á aðventunni, heimsækja fallega Aðventugarðinn og nýta þjónustu verslana og veitingastaða í heimabyggð.

Dubliner
Dubliner