RNB 17 júní
RNB 17 júní

Fréttir

Á þá ekki að hækka aðra starfsmenn Reykjanesbæjar?
Miðvikudagur 4. desember 2019 kl. 14:35

Á þá ekki að hækka aðra starfsmenn Reykjanesbæjar?

„Starfsmannafélag Suðurnesja lýsir yfir furðu sinni á þessum launahækkunum hjá sviðsstjórum Reykjanesbæjar. Félagar okkar í STFS eru 335 talsins sem eru í starfi hjá bæjarfélaginu og eru samningar ennþá lausir við þau. Samningar losnuðu 31.mars 2019,“ segir í yfirlýsingu sem Starfsmannafélag Suðurnesja sendi frá sér í dag.

„Með þessu framferði er bæjarfélagið að semja við sína yfirmenn um meiri hækkun en Lífskjarasamningurinn segir til um, sem er 3,5%.

Megum við þá eiga von á sambærilegri hækkun til okkar félagsmanna frá bæjarfélaginu?

Starfsmenn Reykjanesbæjar tóku á sig miklar launalækkanir á árunum eftir hrun og hafa sumir aldrei fengið til baka það sem dregið var af þeim.

Við skorum á bæjarstjórn Reykjanesbæjar að endurskoða þessar hækkanir því með þeim er bærinn að segja að hann geti greitt hærri laun. Á þá ekki að hækka aðra starfsmenn Reykjanesbæjar?“ segir Stefán B. Ólafsson formaður STFS í yfirlýsingu fyrir hönd Starfsmannafélags Suðurnesja.