HMS
HMS

Aðsent

Næsti grunnskóli á Ásbrú?
Föstudagur 19. nóvember 2021 kl. 07:22

Næsti grunnskóli á Ásbrú?

Reykjanesbær hefur nánast lokið við byggingu Stapaskóla í Dalshverfi en aðeins á eftir að byggja gott íþróttahús og sundlaug sem þjónar öllum íbúum. Strax í kjölfarið þarf að huga að nýjum skóla í bænum og taka þarf ákvörðun um hvar nýr skóli verður staðsettur.

Í því sambandi er mikilvægt að skoða hvar mesta fjölgun nemenda hefur átt sér stað en einnig að meta ástand skólabygginga og hvernig þær henta góðum grunnskóla. Við vitum að menntamál þróast og tæknin er að verða meiri eins og sjá má í Stapaskóla. Á Ásbrú koma ungar fjölskyldur til að læra eða jafnvel til að kaupa sína fyrstu íbúð. Fjölgunin hefur verið hröð undanfarið og heldur áfram en bærinn þarf að að vera í stakk búinn til að taka við fleiri íbúum og bjóða upp á góða leik- og grunnskóla svo fjölskyldur geti vaxið og dafnað vel í samfélaginu. Næsti grunnskóli Reykjanesbæjar ætti að byggjast upp á Ásbrú nálægt íbúabyggð svo allir nemendur hafi þess kost að ganga í skólann. Ásbrú er öflugt og vaxandi samfélag í Reykjanesbæ og getur auðveldlega tekið við 5.000 íbúum og við þurfum að bregðast við og vera tilbúin með nýjan skóla sem fyrst. Háaleitisskóli á Ásbrú var stofnaður skólaárið 2008–2009 og var rekin sem útibú frá Njarðvíkurskóla en árið 2013 varð hann sjálfstæður skóli. Nemendum fjölgar hratt á Ásbrú og í dag eru um 300 nemendur í skólanum frá 1. til 10. bekk. Skólinn er staðsettur á Lindarbraut 624, töluvert frá íbúabyggð, og koma nemendur í strætó í skólann.

Bílaverkstæði Þóris
Bílaverkstæði Þóris

Sérstaða skólans birtist meðal annars í fjölmenningu því 43% nemenda hafa íslensku sem annað tungumál og eru frá yfir tuttugu þjóðlöndum. Verður næsti grunnskóli í Reykjanesbæ á Ásbrú eða þarf að huga að öðrum svæðum er stór ákvörðun sem þarf að taka á næstu mánuðum.

Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
BA sálfræði og MBA,
bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ.