Max 1
Max 1

Aðsent

Fimleikar fyrir börn með sérþarfir
Föstudagur 20. september 2024 kl. 09:50

Fimleikar fyrir börn með sérþarfir

Fimleikadeild Keflavíkur er virkilega stolt af því að geta aftur boðið upp á fimleika fyrir börn með sérþarfir. Deildin hefur fengið í lið við sig nema í þroskaþjálfun og sjúkraþjálfun, Birnu Kristel og Elíni Klöru, og býður þær velkomnar til starfa.

Í hópunum er æft eftir þrepum Special Olympics, þjálfunin byggist á upphitun, styrktaræfingum og grunnæfingum í fimleikum og teygjum. Börn á aldrinum 4 til 12 ára eru velkomin á sunnudögum kl.: 11:00–12:30. Námskeiðið var að hefjast, hægt er að bætast við í hópinn, skráning er á abler.is.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Fimleikadeildin ætlar svo einnig að bæta við öðrum hópi í október fyrir ungmenni.

Ungmenni 13 ára og eldri æfa 13:00–14:30 á sunnudögum. Námskeiðið hefst 27. október og skráning er hafin á abler.is. Einnig er hægt að hafa samband við Evu Hrund framkvæmdastjóra [email protected] og skrá öll börn eða fá að prófa tíma.

Allir velkomnir að prófa og velkomið að koma í heimsókn í Akademíuna, skoða salinn og húsið.

Fimleikadeild Keflavíkur er á Sunnubraut 35 í Reykjanesbæ.