Aðsent

Einstakt tækifæri
Föstudagur 21. janúar 2022 kl. 06:27

Einstakt tækifæri

Reykjanesbær hefur mikla möguleika þegar kemur að atvinnutækifærum hér á svæðinu.  Það má eiginlega segja að smjör drjúpi hér af hverju strái þegar horft er til tækifæra í atvinnulífinu. Verslun og þjónusta ásamt ferðaþjónustu er undirstaða atvinnulífsins í Reykjanesbæ og við getum byggt á þeim trausta grunni í sókn okkar til fjölbreyttara atvinnulífs.

Reykjanesbær býr svo vel að hér er öll sú besta aðstaða og húsnæði fyrir frumkvöðla, hugvits og nýsköpun hvers konar. Ég vil að lögð verði fram trúverðug áætlun um hvernig við ætlum að byggja upp atvinnu hér í bænum, áætlunin á að vera með tímasettum markmiðum og þeirri áætlun verði fylgt fast eftir.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Dæmi um slíka áætlun sem gekk vel upp var hvernig Kadeco seldi þær byggingar sem varnarliðið skildi eftir sig.

Svæði fyrir erlenda aðila

Nú er Kadeco komið með nýja áætlun og framtíðarsýn sem vert er að skoða. Framtíðarsýn um nýtt skipulag og uppbyggingu á Ásbrúar svæðinu en það er góður grunnur fyrir áframhaldandi verðmætasköpun og fjölgun vel borgandi starfa í nágrenni flugvallarins. Einnig er Isavia er með stórhuga markmið á Keflavíkurflugvelli og þær alþjóðlegu tengingar sem honum fylgja. Þarna er svæði sem gæti verið eftirsótt fyrir erlenda aðila til að byggja upp sína starfsemi.

Staðsetning

Nálægð við alþjóðaflugvöll og stórskipahöfn er einstök staðsetning og með því að hlúa betur að nýsköpun opnast ný tækifæri og fjöldi verðmætra starfa verða til. Þess vegna verðum við að styðja við uppbyggingu innviða fyrir slíka starfsemi á svæðinu og skoða mætti samstarf einkaaðila og opinberra aðila í því sambandi.

Nýsköpun

Nú eru komnar fram skemmtilegar hugmyndir með nýtingu á álvershúsinu í Helguvík og verður spennandi að sjá hvort það geti nýst sem eins konar nýsköpunarmiðstöð hér í Reykjanesbæ. Þar er verið að hugsa um að vinna nýsköpun frá hugmynd og yfir á framkvæmdastig með einstakri aðstöðu í frábæru húsnæði.

Einstakt tækifæri

Í þessum hugmyndum felst sú staðreynd að hér drjúpi smjör af hverju strái. Reykjanesbær hefur því einstakt tækifæri á að byggja upp þjónustu í kring um atvinnulíf sem gæti byggt á frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun og ferðaþjónustu.

Látum þetta tækifæri ekki framhjá okkur fara.

Eiður Ævarsson.
Frambjóðandi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Reykjanesbæ.
eiduraevarss.is

https://www.eiduraevarss.is/