Viðskipti

VÍS opnar þjónustuskrifstofu í Reykjanesbæ
Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.
Fimmtudagur 20. júní 2024 kl. 14:15

VÍS opnar þjónustuskrifstofu í Reykjanesbæ

VÍS opnar þjónustuskrifstofu við Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ í vikunni og munu þrír starfsmenn vera þar með fasta viðveru. „Það er ekki á hverju degi sem fyrirtæki fjölga þjónustuskrifstofum um landið og hlakkar starfsfólki VÍS til að taka vel á móti gestum á nýju skrifstofunni,“ segir í frétt frá VÍS.

„Við erum bæði stolt og spennt fyrir því að opna nýja skrifstofu í Reykjanesbæ. Við viljum þjónusta viðskiptavini okkar á Reykjanesinu sem allra best og skiptir nálægð við þá okkur miklu máli. Það eru margar fjölskyldur og fyrirtæki í viðskiptum við okkur á svæðinu sem fer ört stækkandi og viljum við vera til staðar fyrir þau, “ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

VÍS verður með húllumhæ á fyrsta degi opnunar, föstudaginn 21. júní frá 13:00 til 15:00. Það verða léttar veitingar í boði, VÍS bikarar Keflavíkur verða til sýnis og skemmtilegur leikur þar sem í vinning er 100.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair.

„Það er tilvalið að koma á föstudaginn og taka út nýju og glæsilegu skrifstofuna okkar og hitta fólkið sem mun veita íbúum Reykjaness frábæra þjónustu,“ segir Guðný Helga.

Þjónustuskrifstofa VÍS er staðsett á Hafnargötu 57 og verður opin alla morgna frá kl. 9:00 til kl. 16:00 nema á föstudögum þegar lokar kl. 15:00.