RVK Asian
RVK Asian

Viðskipti

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku
Miðvikudagur 10. apríl 2019 kl. 09:36

Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku

Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. Frá þessu er greint á Vísi.
 
Jafnframt var samþykkt tillaga um að auka hlutafé félagsins í tengslum við áformuð kaup en kaupverðið er um 37 milljarðar króna.