Bílrúðuþjónustan
Bílrúðuþjónustan

Viðskipti

Risa­flug­fé­lagið Emira­tes skoðar Keflavík
Breiðþota Emirates á Keflavíkurflugvelli í vetur þar sem hún lenti með veikan farþega. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 10. júlí 2019 kl. 09:41

Risa­flug­fé­lagið Emira­tes skoðar Keflavík

Risa­flug­fé­lagið Emira­tes, sem á heima­höfn í Dubai í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um, hef­ur sent full­trúa sína hingað til lands til að kanna innviði á sviði flugrekstr­ar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Þar segir jafnframt að fyr­ir­tækið hafi um langt ára­bil haldið úti dag­legu flugi milli Kast­rup-flug­vall­ar í Kaup­manna­höfn og Dúbaí og þá flýg­ur fé­lagið einnig á Gardermoen-flug­völl í Osló og Arlanda-flug­völl í Stokk­hólmi.

Heima­völl­ur Emira­tes er alþjóðaflug­völl­ur­inn í Dúbaí en um hann fara u.þ.b. 90 millj­ón­ir farþega á ári hverju.