Bygg
Bygg

Viðskipti

Fyrirtækjaheimsóknir á Suðurnesjum vinsælar
Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, verslunarstjóri.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 7. febrúar 2020 kl. 07:59

Fyrirtækjaheimsóknir á Suðurnesjum vinsælar

„Við ætlum ávallt að vera með góða þjónustu og gott vöruúrval,“ segir Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson, verslunarstjóri Bílanausts sem opnaði nýlega að Hafnargötu 52 í Keflavík

Fyrirtækjaheimsóknir eru ný þjónusta í Bílanaust í Reykjanesbæ en verslunin opnaði á nýjum stað við Hafnargötu 52 nýlega. Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson er verslunarstjóri og hann segir að aukinni þjónustu hafi verið vel tekið.

„Við heimsækjum fyrirtæki á Suðurnesjum alla daga. Tökum niður pantanir og erum í góðu sambandi við fyrirtækjaeigendur á Suðurnesjum. Þá hefur verslunin okkar á nýjum stað fengið afar góðar viðtökur en þar erum við með mjög mikið úrval af hvers kyns bílavörum og leggjum áherslu á að eiga sem flest sem tengist bílum. Ef við eigum ekki vöruna á staðnum þá getum við yfirleitt útvegað hana sama dag því við erum með tvær ferðir á dag á milli Reykjanesbæjar og Reykjavíkur, eina fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Varan getur því í mörgum tilfellum verið komin til okkar innan tveggja klukkustunda,“ segir Vilhjálmur.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Allt til fyrir bíleigendur

Motormax ehf keypti nýlega rekstur Bílanaust. „Stefnan er að vera með öfluga verslun á Suðurnesjum og enn betri þjónustu. Við erum þrír starfsmenn í versluninni og sinnum einnig fyrirtækjaheimsóknum. Við eigum nánast allt fyrir bíleigandann og bílaáhugamanninn og við höfum fundið það þessa fyrstu mánuði að það er mikill bílaáhugi á svæðinu. Það er svo sem ekki ný frétt að svo sé enda hef ég heyrt að Reykjanesbær hafi löngum verið þekktur fyrir að þar sé mikill bílaáhugi. Það sést jú á götunum  Reykjanesbæjar og á Suðurnesjum,“ segir Vilhjálmur en hann býr í Grindavík.

Ný og aukin þjónusta

Auk nýrrar þjónustu í fyrirtækjaheimsóknum og tveggja ferð með pantaðar vörur daglega þá er einnig boðið upp á hópakynningar í versluninni.

Þegar Vilhjálmur er beðinn um að nefna eitthvað af vöruúrvalinu í Bílanausti liggur ekki á svarinu. Hér er upptalning á því helsta:

 - Varahlutir í allar gerðir bíla

- Rekstrarvörur fyrir bíla

- Bílahreinsi vörur

- Toptul verkfæri

- Farangursbox, skíðafestingar og þess háttar.

- Kerrur og dráttarbeisli

- Ýmsar aðrar bílatengdar vörur.

Bílanaust er opið alla virka daga frá kl. 8 á morgnana til kl. 18 á kvöldin. Á laugardögum er opið kl. 10 til 14.

Í Bílanausti er að finna mikið úrval af margs konar hlutum og vörum fyrir bílinn.

Bílanaust flutti nýlega að Hafnargötu 54 í Keflavík.