Karlakór Kef vortónl
Karlakór Kef vortónl

Viðskipti

Samruni samþykktur - forstjóri Samkaupa hættir
Gunnar Egill hættir sem forstjóri Samkaupa sem sameinast Heimkaupum sem nú heita Atlaga.
Mánudagur 5. maí 2025 kl. 15:37

Samruni samþykktur - forstjóri Samkaupa hættir

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Samkaupa og Atlögu (áður Heimkaup) sem eftirlitið hefur haft til skoðunar. Samkeppniseftirlitið hafði áður samþykkt heimild fyrirtækjanna til að byrja að framkvæma samrunann áður en skoðun eftirlitsins lyki og hefur sú vinna verið í gangi.

Samruninn er í takti við framtíðarstefnu Samkaupa og felur í sér margvísleg tækifæri fyrir sameinað félag. Söluvöxtur er áætlaður um 14% og sameiginlegt verslunarnet fer upp í 70 verslanir um allt land. Framundan er lokafrágangur samruna, samþætting og afléttingu síðustu fyrirvara í samræmi við samrunasamning, segir í frétt frá Samkaupum en þar kemur einnig fram að Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri muni stíga til hliðar á næstunni.

Gunnar Egill Sigurðsson, forstjóri Samkaupa:

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu en félagið mun stækka og eflast við samrunann. Nettó hefur aukið sína markaðshlutdeild undanfarið með breyttri verðstefnu og stækkun verslananetsins mun styrkja stöðu Samkaupa enn frekar. Prís opnaði um mitt síðasta ár og hefur þegar skapað sér sterka stöðu á lágvörumarkaði með rekstrarhagkvæmni að leiðarljósi og með því að bjóða ávallt lægsta verðið. Á þægindamarkaði munu Samkaup geta aukið þjónustu sína enn frekar með stærra verslunarneti. Þá fjölgar í hluthafahópi Samkaupa með aðkomu nýrra einkafjárfesta sem mun einnig styrkja félagið, bæði fjárhagslega og í allri framtíðar stefnumótun.

Ég tók við forstjórastarfi Samkaupa fyrir þremur árum og lagði þá af stað í vegferðina að stækka félagið, bæði á dagvörumarkaði og með fjölgun tekjustoða. Ég tel að enn séu fjölmörg tækifæri til að að nýta verslunarnet Samkaupa betur, bæði með aukinni netverslun og með því að taka inn vörur sem félagið er ekki að selja í dag. Vildarkerfi Samkaupa er einn af lykil aðgreiningarþáttum félagsins en það telur nú rúmlega 90.000 vildarvini og veitir inneign þegar verslað er. Hægt er að nýta vildarkerfið enn betur við að auka tryggð viðskiptavina og sölu til þeirra. 

Við sameiningu Samkaupa og Atlögu (Heimkaupa) tel ég hins vegar rétt að staldra við og meta eigin stöðu. Ég hef starfað hjá félaginu í yfir 20 ár og hef um hríð haft áhuga á að skoða önnur tækifæri. Ég hef því tilkynnt stjórnarformanni félagsins að ég hyggist stíga til hliðar sem forstjóri Samkaupa. Ég treysti sterku stjórnendateymi félagsins til að taka við keflinu og ég mun vinna með stjórn þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn.“