Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Viðskipti

Fida Abu Libdeh fékk hvatningarviðurkenningu FKA
Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri GeoSilica með viðurkenninguna ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðhgerra: Ljósmynd: Anton Brink
Föstudagur 29. janúar 2021 kl. 13:37

Fida Abu Libdeh fékk hvatningarviðurkenningu FKA

Á Viðurkenningarhátíð FKA eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna. Dómara voru fengnir til að raða í fimm efstu sætin til að beina kastljósinu að enn fleiri konum og fyrirmyndum þetta árið. María Fjóla Harðardóttir, Fida Abu Libdeh og Bryndís Brynjólfsdóttir heiðraðar á Viðurkenningarhátíð FKA 2021. FKA boðaði í upphafi starfsárs sýnileika, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma og gerðu tilraun með FKA Viðurkenningarhátíðina 2021 þegar konur voru heiðraðar í sjónvarpsþætti að þessu sinni.

Á Viðurkenningarhátíð FKA eru árlega veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd. FKA kallar eftir tilnefningum frá FKA konum og atvinnulífinu sem dómnefnd metur. Viðurkenningarhafar FKA árið 2021 eru:

Public deli
Public deli

María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu – FKA viðurkenning 2021. Viðurkenning fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri GeoSilica – FKA hvatningarviðurkenning 2021. Hvatningarviðurkenningin er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

Bryndís Brynjólfsdóttir eigandi Lindarinnar Selfossi – FKA þakkarviðurkenning 2021. Þakkarviðurkenningin er veitt konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnanda í atvinnulífinu.

Dómnefnd og tilnefningar

Dómnefnd í ár var skipuð sjö aðilum úr viðskiptalífinu. Áslaugu Gunnlaugsdóttur stjórnarkona FKA og lögmaður hjá LOCAL lögmenn var formaður dómnefndar 2021. Í dómnefnd með henni eru þau Ásthildur Sturludóttir bæjarstjórinn á Akureyri, Hilmar Garðar Hjaltason hjá Vinn-vinn, Hólmfríður Sigurðardóttir umhverfisstjóri OR, Lilja Einarsdóttir bankastjóri Landsbanka, Nökkvi Fjalar Orrason stofnandi og eigandi SWIPE og podify og Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyris Invest.

„Dómara voru fengnir til að raða í fimm efstu sætin til að beina kastljósinu að enn fleiri konum og flottum fyrirmyndum þetta árið,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Þetta er gert til gamans og hefur ekki verið gert áður,“ sögðu umsjónamenn þáttarins þau Hulda Bjarnadóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson í sjónvarpsþættinum á Hringbraut í gærkvöldi.
„Allir gátu sent inn tilnefningu og FKA lagði áherslu á að fá nöfn ólíkra kvenna af landinu öllu á lista, fjölbreyttan hóp með ólíkan bakgrunn og reynslu og það skilaði sér,“ segir Andrea.


Í fimm efstu sætunum úr hópi rúmlega tvöhundruð kvenna sem voru tilnefndar í ár fyrir FKA Viðurkenninguna, FKA Þakkarviðurkenninguna og FKA Hvatningaviðurkenninguna 2021 voru:

Konur sem voru í fimm efstu sætunum fyrir FKA Viðurkenninguna 2021.

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu - FKA Viðurkenningin 2021.
Alma Möller, landlæknir.
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas.
Ásthildur M Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel.
Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Sjávarafurða.


Konur sem voru í fimm efstu sætunum fyrir FKA Hvatningaviðurkenninguna 2021.

Fida Abu Libdeh hvatningarviðurkenningin, GeoSilica - FKA Hvatningaviðurkenningin 2021.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri CarbFix.
Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Guðríður Gunnlaugsdóttir, Barnaloppan og Extraloppan.
Gerður Huld Arnbjarnardóttir, stofnandi og eigandi Blush.

Konur sem voru í fimm efstu sætunum fyrir FKA Þakkarviðurkenninguna 2021.

Bryndís Brynjólfsdóttir, stofnandi og eigandi Lindarinnar - FKA Þakkarviðurkenningin 2021.
Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi talskona Stígamóta.
Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands.
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Sólveig Eiríksdóttir, frumkvöðull.


Viðurkenningarhátíð FKA sjónvarpsþáttur í ár

FKA Viðurkenningarhátíðin var sjónvarpsþáttur að þessu sinni en framlína íslensks viðskiptalífs og félagskonur FKA hafa fagnað með viðurkenningarhöfum síðustu ár í raunheimum en vegna Covid var farið í að finna nýjar og skapandi lausnir sem endaði í sjónvarpsþætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þátturinn var í umsjón Sigmundar Ernis Rúnarssonar og Huldu Bjarnadóttur og var sýndur í gærkvöldi.

„Niðurtalningin hófst á Hringbraut í haust með þáttaröðinni Stjórnandinn,“ segir Andrea. „Það hefur verið mjög gaman að telja niður í Viðurkenningarhátíðina á þriðjudagskvöldum á Hringbraut og beinum kastaranum að flottum fyrirmyndum. Tengslanet, sýnileiki og hreyfiafl er það sem FKA höndlar aðallega með og við missum ekki takt úr er kemur að því. Við verðum að mæta lífinu með æðruleysi og passa að missa ekki leikinn úr lífinu. Það er svo leiðinlegt þegar það er leiðinlegt,“ segir Andrea að lokum glöð í bragði og stolt af FKA Viðurkenningarhöfum 2021.