Pistlar

Súrustu mánaðarmót sögunnar
Sunnudagur 3. maí 2020 kl. 13:00

Súrustu mánaðarmót sögunnar

Þessi mánaðamót eru súrustu mánaðamót sögunnar. Atvinnuleysi á Suðurnesjum hefur náð áður óþekktum hæðum. Icelandair kórónaði hörmulegan apríl með því að segja upp ríflega 2.000 manns. Nánast öllum flugfreyjum, flugmönnum og starfsfólki í flugstöðinni. Helmingnum af flugvirkjunum og svo einum framkvæmdastjóra af níu – eða honum var ekki sagt upp, bara færður niður í tign. Er nokkuð viss um að framkvæmdastjóri hjá Icelandair kostar sitt. Það er nauðsynlegt að hafa átta slíka í vinnu þegar ekkert er flogið. Þeir nefnilega sjá um að viðskiptamódelið gangi upp.

Margt bendir til þess að hingað komi ekki fleiri ferðamenn á árinu. Allavega ekki meðan tveggja vikna sóttkví er í gildi. Þeir dvelja að meðaltali í tíu daga yfir sumartímann. Geri ekki ráð fyrir að sóttkví á Íslandi sé meira spennandi en annars staðar, eða hvað?

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Við erum eyja í miðju Atlantshafinu. Höfum náð frábærum árangri í baráttu við veiruna. Hugsanlega betri árangri en nokkrir aðrir. Höfum líka skimað flesta miðað við höfðatölu. Ísland sem sóttkví milli Ameríku og Evrópu. Selja Bandaríkjamönnum þá hugmynd að enginn Evrópubúi fái að koma þangað nema hafa verið skimaður á Íslandi fyrst. Þriggja daga stopp að lágmarki. Seljum vitanlega Evrópubúum sömu hugmynd. Nýtum okkur staðsetninguna.

Flugfélagi og ferðaþjónustu reddað.
Góðar stundir!

Margeir Vilhjálmsson