Keflavíkurkirkja
Keflavíkurkirkja

Pistlar

Ríkið tekur yfir
Föstudagur 7. apríl 2023 kl. 15:47

Ríkið tekur yfir

Yfir páskahátíðina er gott að velta fyrir sér kristnum gildum sem við erum alin upp við. Núna er tími ferminga. Ungt fólk er tekið í fullorðinna manna tölu. Það verður seint sagt að ég flokkist til kirkjurækinna en kristin trú hefur vonandi alið upp í okkur náungakærleika.

Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera.
(Mattheusarguðspjall 7.12)

Nýsprautun sumardekk
Nýsprautun sumardekk

En hversu langt á að ganga? Hvar liggja mörkin?

Við viljum gera vel við fólk í vanda. Við viljum passa upp á þá sem verða undir. Við viljum hjálpa þeim sem minna mega sín. En er réttlætanlegt að ríkið úthýsi fólki og yfirborgi húsaleigu til að hjálpa fólki í leit að betra lífi? Er þetta ekki að snúast upp í andhverfu sína þegar velgjörningur við einn veldur öðrum vanda? Hver hagnast á því?

Hvernig má það vera að ríkið sem er rekið fyrir peninga skattgreiðenda vinni gegn þeim? Að launamaður greiði skatta sem eru svo aftur notaðir til að yfirborga húsaleiguna hans og setja hann á götuna.

Það er nauðsynlegt að einhver í stjórnkerfinu hafi kjark til að staldra við og segja: „Hingað og ekki lengra.“

Guð blessi ykkur,
gleðilega páska.