bygg 1170
bygg 1170

Pistlar

Hvatningin: Að fylgja helstu ráðleggingum  alþjóðlegra heilbrigðissamtaka
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
laugardaginn 12. október 2019 kl. 08:50

Hvatningin: Að fylgja helstu ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðissamtaka

Í verkefninu Fjölþætt heilsuefling 65+ í Reykjanesbæ hafa þátttakendur fylgt helstu ráðleggingum alþjóðlegra heilbrigðissamtaka og Embætti landlæknis um hreyfingu og heilsusamlegt mataræði en þær eru:

- Dagleg hreyfing í um 30 mínútur.

- Styrktarþjálfun að minnsta kosti tvisvar sinnum í viku.

- Notkun á olíu og mjúkri fitu í stað harðrar fitu.

- Hvatt er til aukinnar neyslu á grænmeti, ávöxtum, fiski, mögrum mjólkurvörum og grófu korni.

- Hófleg notkun á salti, sykri, gosdrykkjum og sætindum.


Að auki mælum við með:

- Að fylgjast með heyrninni.

- Að hætta að reykja ef þú reykir.

- Að leita aðstoðar við þunglyndi ef það er að trufla daglegar athafnir þínar.

- Að stunda fjölbreytta líkamlega þjálfun eins og að dansa, synda eða leika golf, hugrækt, jóga og slökun.

- Að ná stjórn á streitu og háum blóðþrýstingi með bættu mataræði, hreyfingu og nægum svefni.

- Að efla félagslega virkni með reglulegri þátttöku í félagsstarfi.

- Að halda blóðsykri í skefjum með markvissri hreyfingu og næringu.

- Að ná nægum og góðum svefni en svefnþörf 65 ára og eldri er 7–8 klukkustundir.

- Að halda æskilegri kjörþyngd.

- Að þykja vænt um sjálfan sig.

- Að hlúa að öðrum.

Með bestu kveðjum,

Janus Guðlaugsson,
PhD-íþrótta- og
heilsufræðingur